„Ég gleymdi að anda og tíminn hvarf…“ voru orð gagnrýnanda í Álandseyjum um Ferðalag Fönixins eftir að við sýndum þar í stóra sal glænýja menningarhússins í október sem leið. Sýningin fékk gríðargóðar viðtökur áhorfenda, en meðal þeirra var Kristín Árnadóttir sendiherra Íslands í Finnlandi ásamt starfsfólki sínu. Þar var einnig Nils-Erik Eklund, ræðismaður Íslands í Álandseyum sem heiðraði okkur með veislu að sýningunni lokinni, ásamt konu sinni Berit og umhverfisráðherra Álandseyja.
“Listformin runnu saman þegar hver listamaður notaði sína töfra, svo úr varð einstakur galdur og stórkostleg heildarupplifun. Bæði Reijo Kela og María Ellingsen hafa sterka, krefjandi útgeislun og túlka af nákvæmni. Þeirra samspil, spunnið að hluta var samstillt og þeim tókst án þess að segja eitt einasta orð að skapa tvær trúverðurgar persónur, manneskjur af holdi og blóði. Myndræn útfærsla var einföld og stílhrein en úthugsuð og áhrifamikil eftir því. Leikmyndin samanstóð af völundarhúsinu, reyknum og tveim stólum og svo líkömum listamannanna íklæddum snilldarlega formuðum búningum sem urðu að hreyfanlegum skúlptúrum í samspili við litbriðgi ljósanna. Rödd Eivarar Pálsdóttur var dáleiðandi, ég gleymdi að anda og tíminn hvarf… og eini gallinn var að þetta tók enda….” – Nya Aland.