Endurnar mögnuðu voru kallaðar saman til endurfunda í Hollywood, 20 árum eftir að þessi vinsæli þríleikur birtist á hvíta tjaldinu. María lék aðstoðarþjálfara óvinaliðsins, hinna íslensku víkinga í D2. Það var framleiðandi myndarinnar Jordan Kerner sem bauð heim til sín og var Hollywood stíll á þessu, grillað í garðinum við sundlaugina.