María Ellingsen

Allir hlutir fallegir

„Ragnar Bragason segir okkur sögu ungrar konu sem brennst hefur illa, og á í sérstæðu sambandi við lýtalækninn sinn. Við komumst að því að konan hafi verið skrautfjöður eiginmannsins út á fegurð sína eina, fengið nóg af því og skaðað sig sjálf. Lýtalæknirinn heillast hins vegar af innri fegurð konunnar og verður ástfanginn. En konan hrindir honum frá sér og spyr hann af hverju hann vilji gera hana fallega aftur, „fyrir hvern? Mig? Sjálfan þig?
…Ragnar hefur mjög gott vald á myndmiðlinum, hver rammi er úthugsaður í myndinni, og frásögnin treystir að miklu leyti á myndmálið. Það er einfalt og smekklegt. Við undirleik tónlistar Barða Jóhannssonar og með lágstemmdri túlkun leikaranna verður verkið eiginlega að „myndljóði“ frekar en dramatísku sjónvarpsleikriti, þótt aðstæður konunnar séu vissulega dramatískar.“
Hildur Loftsdóttir MBL

Director: Ragnar Bragason.
Actors: Baldur Trausti Hreinsson og María Ellingsen.
Framleiðsla: RÚV.

Deila