María Ellingsen

Dómsdagur

Mynd um Sólborgarmálið þar sem Sólborg og bróðir hennar voru ákærð fyrir að hafa borið út barn sitt. Einar Benediktsson, þá nýútskrifaður lögfræðingur var fenginn til að dæma í málinu og það fór ekki betur en svo að aðalvitnið í málinu deyr í höndunum á honum. Hann varð aldrei samur maður eftir og þjáðist upp frá þessu af myrkfælni og mátti aldrei einn vera og taldi Sólborgu fylgja sér og ásækja sig í svefni. Hann deyr á dánardægri hennar 12.janúar 47 árum síðar.

“Leikarar í helstu hlutverkum eru hver öðrum betri. María Ellingsen leikur bæði blaðakonuna Önnu og Sólborgu og sýnir mikið öryggi og heldur alveg í við stórleik Arnars Jónssonar í hlutverki Einars Benediktssonar.“ MBL.

Höfundur og leikstjóri: Egill Eðvarðsson.
Actors: Arnar Jónsson, María Ellingsen, Hilmir Snær Guðnasson, Ása Hlín Svavarsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Benedikt Erlingsson, Erla Ruth Harðardóttir, Guðfinna Rúnarsdóttir, Pálmi Gestsson og fleiri.
Framleiðsla: RÚV.

Deila