María Ellingsen

Ferðalag Fönixins

Hvernig tökumst við á við erfiða lífreynslu sem skekur tilveru okkar og ber með sér myrkur og sársauka? Hvernig sleppum við takinu, leyfum hluta af okkur að deyja, en höldum áfram og endurfæðumst? Þetta er hin eilífa áskorun mannlegrar tilveru. Joseph Cambell einn fremsti goðsagnafræðingur heimsins segir að goðsögur séu líkt og draumar sem mannkynið dreymir saman. Draumar sem hjálpa okkur til að skilja heiminn og hlutverk okkar í honum.

Í þessu dansleikhúsverki sem frumsýnt var á stór sviði Borgarleikhússins á Listahátíð Reykjavík stíga Reijo Kela dansari, María Ellingsen leikari og Eivör Pálsdóttir söngvari saman á svið. Þau leiða áhorfandann inn í eldinn og gefa honum tækifæri til að spegla sína eigin lífreynslu í þessari alheims goðsögu um listina að deyja og fæðast á ný.

María átti hugmyndina og frumkvæðið að verkefninu en það var þróað og samið af hópnum. Og fóru þau með sýninguna víða um Norðurlönd.

“ Í þessari frumskapandi uppfærslu af Ferðalagi Fönixins er það ekki bara innihaldið sem höfðar til manns heldur það hvernig listformin runnu saman þegar hver listamaður notaði sína töfra svo úr varð einstakur galdur og stórkostleg heildarupplifun. Bæði Reijo Kela og María Ellingsen hafa sterka, krefjandi útgeislun og túlka af nákvæmni. Þeirra samspil, spunnið að hluta var samstillt og þeim tókst án þess að segja eitt einasta orð að skapa tvær trúverðurgar persónur, manneskjur af holdi og blóði. Myndræn útfærsla er einföld og stílhrein en úthugsuð og áhrifamikil eftir því. Leikmyndin samanstendur af völundarhúsinu, reyknum og tveim stólum og svo líkömum listamannanna íklæddum snilldarlega formuðum búningum sem verða að myndrænum, hreyfanlegum skúlptúrum í samspili við litbriðgi ljósanna.”
– Nya Aland.

“Töfrandi sýning” – Fréttablaðið.

“Óvenjulegt ferðalag, sýning sem skar sig úr á Listahátíð”- Grapevine.

Theater: Borgarleikhúsið.
Leikstjóri: María Ellingsen.
Leikari: María Ellingsen.
Dansari: Reijo Kela.
Söngvari: Eivör Pálsdóttir.
Leikmynd: Snorri Freyr Hilmarsson.
Búningar: Filippía Elíasdóttir.

Deila