María Ellingsen

Mammamamma

Leiksmiðjuverk eftir Maríu Ellingsen, Charlottu Böving og leikhópinn um það að vera mamma og eiga mömmu. Byggt á viðtölum við konur. María var auk þess að vera höfundur, hluti af leikhópnum og fór með mörg ólík hlutverk.

“Ég klæddi mig í bleika hlýja sokka í anddyri Hafnafjarðarleikhússins og gekk inn í bleikan og mjúkan heim…alltumlykjandi hlýja, mýkt og fínlegur húmor. Líka í þeim fjölmörgu smámyndum sem leikkonurnar fjórar bregða upp fyrir áhorfendendum af lífinu frá fæðingu til dauða, aðalega þó úr lífi mæðra, gleðinni og vandanum að verða móðir, vera móðir, sambandi mæðra og dætra. Textum safnað saman úr eigin reynslu og annara. Leiklausnir fyrir samtölin, upplifanir, drauma eru hugmyndaríkar, hnefaleikar, glíma, fjölleikar, dans, söngur,  fléttast haganlega saman í heild sem ekki er lína, fremur hringur.“- María Kristjánsdóttir, MBL.

Höfundar: María Ellingsen, Charlotta Böving og leikhópurinn.
Leikhús: Opið út / Hafnarfjarðarleikhúsið.
Actors: María Ellingsen, Magnea Björk Valdimarsdóttir, Birgitta Birgisdóttir og Þórey Sigþórsdóttir.
Director: Charlotta Böving.
Leikmynd og búningar: Ólöf Nordal og Þórunn María Jónsdóttir.
Tónlist: Ólöf Arnalds.
Lýsing: Garðar Borgþórsson.

Deila