Skilaréttur

Skilarettur

Skilaréttur kaupenda

Verslunum ber í raun ekki skylda til að taka við ógölluðum vörum og afhenda inneignarnótu. Flestar verslanir hafa þó sett sér einhvers konar reglur um skilarétt. Áður en gjöf er keypt er því mikilvægt að kaupandinn kynni sér skilaréttarreglur viðkomandi verslunar og biðji, ef hægt er, um gjafamiða á vöruna. Til að skila gjöf getur þurft að sýna fram á hvar gjöfin var keypt, en sé gjafamiði ekki til staðar er hægt að kanna hvort gefandinn eigi kvittun fyrir kaupunum. Seljendum er í sjálfsvald sett hversu langur tímafrestur er settur á inneignarnótu. Eitt ár er algengur tími og telja Neytendasamtökin að fresturinn mætti ekki vera styttri. Ráðlagt er að nýta nótuna frekar fyrr en seinna, bæði getur inneignarnótan týnst og ef seljandi hættir starfsemi er krafan töpuð.

 

Skilaréttur eftir jól eða á útsölu

Samkvæmt leiðbeinandi skilareglum hafa neytendur 14 daga til að skila vöru. Ef um það er beðið setja flestar verslanir skilamiða á vörur sem sýnir hvar varan er keypt og hvenær skilafrestur rennur út. Ef útsala er hafin á neytandinn rétt á að fá fullt söluverð á inneignarnótu en seljandi hefur að sama skapi rétt til að meina neytenda að nota nótuna meðan á útsölu stendur.

 

Sérpöntun

Hafi vara verið sérpöntuð hefur seljandi rétt á að neita að taka við vörunni aftur skipti seljandi um skoðun.

 

Skilaréttur

Verslunum ber í raun ekki skylda til að taka við ógölluðum vörum og afhenda inneignarnótu. Flestar verslanir hafa þó sett sér einhvers konar reglur um skilarétt. Áður en gjöf er keypt er því mikilvægt að kaupandinn kynni sér skilaréttarreglur viðkomandi verslunar og biðji, ef hægt er, um gjafamiða á vöruna. Til að skila gjöf getur þurft að sýna fram á hvar gjöfin var keypt, en sé gjafamiði ekki til staðar er hægt að kanna hvort gefandinn eigi kvittun fyrir kaupunum. Seljendum er í sjálfsvald sett hversu langur tímafrestur er settur á inneignarnótu. Eitt ár e

 

Gjafabréf

Gjafabréf eru vinsæl gjöf en því miður fá Neytendasamtökin á hverju ári mörg mál á sitt borð vegna gjafabréfa sem ekki nýtast. Því miður er ekkert í lögum eða reglum á Íslandi sem kveður á um lágmarks gildistími gjafabréfa. Samkvæmt lögum er almennur fyrningarfrestur á kröfum fjögur ár en seljandi getur hins vegar sett hvaða gildistíma sem er á gjafabréfið svo framarlega sem hann kemur skýrt fram á bréfinu. Oftast er kvartað yfir því að seljandi leyfi viðskiptavininum ekki að nýta gjafabréf sem er útrunnið. Slíkir viðskiptahættir verða að teljast mjög sérstakir enda hefur seljandi ekki orðið fyrir neinum skaða, þvert á móti. Búið er að greiða fyrir ákveðna vöru eða þjónustu og í raun má því segja að neytandi veiti seljanda vaxtalaust lán.

Samkvæmt leiðbeinandi reglum um skilarétt á gildistími gjafabréfa að vera fjögur ár en því miður er lítið farið eftir þessum reglum. Oft næst að leysa úr slíkum málum enda gera flestir seljendur sér grein fyrir mikilvægi þess að veita góða þjónustu. Lendi fólk í því að vera meinað að nota gjafabréf á þeirri forsendu að það sé útrunnið vilja Neytendasamtökin gjarnan vita af því. Þá er gott ráð að nýta gjafabréf svo fljótt sem auðið er því inneignin getur tapast hætti seljandi starfsemi. 

 

Neytendafréttir tengdar vörum og þjónustu

Deildu þessu!
Deila á Facebook
Deila á Twitter
Deila á LinkedIn
Deila á Whatsapp
Deila með pósti