Ég heiti Rachel Corrie byggir á skifum Rachel sem lést við friðargæslustörf í Palestínu er ísraelsk jarðýta ók yfir hana þar sem hún stóð og mótmælti niðurrifi húsa á Gaza svæðinu.
Það var leikarinn, Alan Rickman sem skrifaði verkið. Hann hreifst mjög af skrifum Rachel og setti sig strax í samband við foreldra hennar og fékk þeirra blessun við að skrifa einleik sem byggði á dagbókarskrifum hennar. Rickman fékk Guardian blaðamanninn Katherine Viner til liðs við sig og einleikurinn My name is Rachel Corrie varð til og sló í gegn í Royal Court leikhúsinu í London árið 2003. Síðan þá hefur einleikurinn vakið verðskuldaða athygli út um allan heim.
Þóra Karitas Árnadóttir var framleiðandi í samstarfi við Borgarleikhúsið og var verkið sýnt á Litla Sviðinu. Þóra lék Rachel og fékk Maríu til að leikstýra.
Til að nálgast verkið valdi hún þá leið að vinna með spuna sem byrjaði á líkama og rödd sem leiddi svo inní heim verksins og svo textann. Þá notaði hún viewpoints og aðrar hugmyndir úr tilraunadansi til að búa til ferðalag Rachel í gegnum verkið og gerði það stíliserað. Bjartmar Þórðarsson var aðstoðarleikstjóri og varð þetta mjög frjó og skemmtileg hópvinna. Þau breyttu byggingu verksins töluvert til að gera dramatíkina sterkari og til að skýra þann þráð sem persónan fylgir. Þá fæddist í gegnum spunann sú hugmynd að láta allt verkið gerast í unglingaherbergi Rachel og láta það umbreytast í átaksvæðið á Gaza án þess að vera með neina sviðskiptingu en lýsingin sem Björn Bergsteinn Guðmundsson lék því stærra hlutverk. Filiipía Elísdóttir gerði krassandi dúk sem Rachel málaði líf sitt á og myndaði dúkkuhúsið hennar bakgrunnin og dagbækurnar hennar ramma í kringum hana sem hún gat líka fetað eftir eins og stíg. Hljóðmynd verksins sem Magga Stína gerði var kapítuli út af fyrir sig því þegar hópurinn náði sambandi við Palestínsku flóttakonurnar sem voru núykomnar til landsins og buðu þeim að vinna með sér í heilan dag í leikhúsinu, syngja vögguvísurnar sínar og sorgarljóðin og bænaköllinn. Þær töluðu um að þeirra fólk væri búið að gráta og kalla á hjálp endalaust án þess að nokkur heyrði. Von hópsins var að með því að gera raddir þeirra að hluta af þessari sýningu þá næðu þessi grátur eyrum almennings. Fjölmiðlaumfjöllun um hlut þeirra í sýningunni vakti einnig athygli á málstað þeirra og gerði þær sýnilegar. Þá komu foreldrar Corrie til Íslands og var að því tilefni haldið málþing um málefni Palestínu í Borgarleikhúsinu og einnig sýnt verk Carol Churchill Seven Jewish Children.