María Ellingsen

Sælueyjan

Sælueyjan gerist í heimi erfðarvísinda. Maður finnst á hálendinu og við rannsókn kemur í ljós að af einhverjum orskökum getur hann ekki dáið. Þegar hann kemst í hendurnar vísindafólks vakna siðferðilegar spurningar um hversu langt eigi að ganga í þágu vísindanna og í leit að eilífu lífi. Kveikjan að verkinu er sú umræða sem spannst í kringum stofnun Íslenskrar erfðargreiningar. María fékk verkið mjög hrátt í hendurnar og þróaði það áfram með Hirdwall og Grétu Maríu Bergsdótur dramatúrg. Það varð svo úr að að þær gerðu sína eigin leikgerð og fengu þeir Snorri Freyr Hilmarsson, leikmyndahöfundur Björn Bergsteinn ljósahönnuður og Gideon Kiers videolistamaður það verkefni að opna leið áhorfandans inn í mannslíkaman og genin. Í þessum tilgangi var sviðinu í Kassanum snúið langsum til að geta haft stóra skerma til að varpa þessari myndveröld á. María vann síðan með leikhópnum í spunavinnu í kringum efnið. Hún notaði aðalega Viewpoints aðferðina sem síðan varð frásagnarstíll í sýningunni. Þá samdi Ólafur Björn Ólafsson ungt tónskáld mjög áhrifaríka tónlist fyrir uppsetninguna.

Leikarar: Anna Kristín Arngrímsdóttir, Atli Rafn Sigurðarsson, Baldur Trausti Hreinsson, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Kristján Franklín Magnússon, Sólveig Arnarsdóttir, Þórunn Clausen.

Deila